Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[17:58]
Horfa

Forseti (Guðjón S. Brjánsson):

Forseti vill við samþykkt fjárlaga fyrir árið 2020 færa fjárlaganefnd þakkir fyrir mikið og gott starf og þingmönnum öllum þakkir fyrir málefnalega umfjöllun um fjárlagafrumvarpið. Það er ánægjulegt að 3. umr. lauk í gær eins og miðað var við í starfsáætlun þingsins. Þá má geta þess að fjárlög komandi árs hafa ekki áður verið samþykkt svo snemma eða fyrir lok nóvembermánaðar. Á síðustu áratugum hefur 3. umr. og lokaatkvæðagreiðslu frumvarpsins oftast lokið eftir miðjan desember. Tímanleg afgreiðsla fjárlaga er til mikilla bóta fyrir alla þá sem þurfa að vinna eftir þeim lögum.