150. löggjafarþing — 37. fundur,  28. nóv. 2019.

aðgengi að RÚV í útlöndum.

[10:48]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrirspurnina. Hún kemur inn á mál sem skiptir máli, þ.e. aðgengi að þjónustu RÚV fyrir þá sem eru búsettir erlendis. Eitt af því sem við erum að leggja áherslu á í nýjum þjónustusamningi er að auka þetta aðgengi þannig að þeir sem búa erlendis hafi aðgengi að RÚV. Þetta snýr líka að tungumálinu okkar. Það eru margir sem fara tímabundið utan til starfa eða eru í námi. Þá er mjög mikilvægt fyrir börn og ungt fólk að hafa aðgengi að íslensku efni. Ég tek því undir með hv. þingmanni að þetta skiptir máli og það er lögð sérstök áhersla á þetta í nýjum þjónustusamningi sem verður kláraður fyrir áramót.