150. löggjafarþing — 37. fundur,  28. nóv. 2019.

aðgengi að RÚV í útlöndum.

[10:51]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með þingmanninum um að hraða þessum málum. Aðgengismál og jafnt aðgengi að þjónustu, velferðarþjónustu, skiptir miklu máli. Það skiptir máli að hafa gott aðgengi að þessari dagskrá. Eins og ég segi verður kveðið skýrt á um þetta í nýjum þjónustusamningi sem við erum að klára við RÚV.