150. löggjafarþing — 37. fundur,  28. nóv. 2019.

auðlindastefna.

[10:56]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Það voru góðir tíma þegar við vorum saman í ríkisstjórn og renna vonandi fljótt upp aftur með öðrum félögum okkar sem eru sama sinnis. Í stefnu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sem er sú stefna sem kjósendur leggja væntanlega til grundvallar þegar þeir ákveða að kjósa framboðið, segir m.a., með leyfi forseta:

„Endurúthlutun felst annarsvegar í tímabundinni ráðstöfun leyfa og skal að hluta vera bundin útgerðarformum og veiðiaðferðum, og hinsvegar í uppboði, að hluta bundin svæðum landsins og sveitarfélögum og þeim aðilum boðið að skilgreina leiðir til úthlutunar.“

Samkvæmt þessari stefnu má skilja sem svo að VG séu alveg til viðræðu um útboðsleið. Ég minni á, þegar við tölum um veiðigjald, að þegar núverandi ríkisstjórn (Forseti hringir.) tók við völdum þá var veiðigjaldið 11 milljarðar en nú er það 5. Það segir sína sögu.