Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 37. fundur,  28. nóv. 2019.

stofnun dótturfélags RÚV.

[11:05]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Já, við erum að gera þetta. Mig langar til að mynda að nefna eitt gott dæmi um það hvernig við erum að fara með opinbert fé. Þegar ég tek við embætti, eins og hv. þingmaður þekkir, er staðan sú að mikil kennaraþörf er samkvæmt færnispá árið 2032. Við hefjumst strax handa og förum í umtalsverðar aðgerðir með Sambandi íslenskra sveitarfélaga, kennaraforystunni og menntavísindasviði og setjum inn 220 milljónir næstu fimm árin. Það sem hefur gerst í kjölfarið er að í stað þess að vanta myndi um 1.500–2.300 kennara eftir tíu ár hefur sú þörf minnkað í 132 kennara eins og staðan er í dag. Þarna er alveg klárt að verið er að auka útgjöld og við fáum nákvæma mælingu á hvernig þetta breytist með færnispánni. (Forseti hringir.) Þannig að alla vega varðandi þennan málaflokk erum við svo sannarlega að gera það.