150. löggjafarþing — 37. fundur,  28. nóv. 2019.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2020.

2. mál
[15:26]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Óli Björn Kárason) (S) (andsvar):

Frú forseti. Aðeins svo að menn hafi eitt á hreinu: Það er ekki verið að leggja skatt á sveitarfélög eins og mér fannst hv. þingmaður telja þegar hann spurði hvort sveitarfélög á Suðurnesjum ættu að greiða þennan skatt. Það er verið að leggja þennan skatt, þegar að honum kemur, á þá sem skila úrgangi til urðunar og það eru einstaklingar og fyrirtæki. Þetta er ekki tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Þetta er skattstofn sem á, ef hann virkar, hv. þingmaður, að hverfa á einhverjum árum. Til að hann virki, til að fyrirtæki og einstaklingar geti brugðist við, þurfa innviðirnir að vera til staðar og því miður eru þeir ekki til staðar eins og staðan er núna. Þess vegna bendir meiri hluti nefndarinnar á að a.m.k. hluta af þessum skattpeningum eigi að verja í innviðauppbyggingu þannig að við sjáum (Forseti hringir.) að skatturinn virki sem þýðir að hann hverfur.