150. löggjafarþing — 37. fundur,  28. nóv. 2019.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2020.

2. mál
[15:29]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Óli Björn Kárason) (S) (andsvar):

Þegar rætt er um umhverfisskatta erum við að ræða með hvaða hætti við getum lagt gjöld á þá sem hafa neikvæð áhrif á umhverfið og ég er þeim megin. Samtök atvinnulífsins eru meira að segja þeim megin, þau telja eðlilegt og skynsamlegt að verðleggja mengun. Þar er ég. Ég skil ekki hv. þingmann þegar hann talar um að ekki sé hlustað á gagnrýnisraddir. Það er akkúrat það sem meiri hluti efnahags- og viðskiptanefndar er að segja, að málið sé ekki alveg fullburða. Við bendum á ákveðna vankanta sem taka verði tillit til og við segjum líka að í undirbúningi að innleiðingu á þessum svokallaða urðunarskatti verði að hafa samráð við sveitarfélögin. Mér finnst að ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn (Forseti hringir.) í efnahags- og viðskiptanefnd hafi einmitt gert þetta af mikilli skynsemi.