150. löggjafarþing — 37. fundur,  28. nóv. 2019.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2020.

2. mál
[15:31]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Óli Björn Kárason) (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er alltaf gott að fá svona spurningar. Hér er verið að lækka skatta. Það kemur fram í nefndaráliti sem kemur til umræðu síðar að ríkisstjórnin muni á kjörtímabilinu hafa lækkað tekjuskatta einstaklinga um 31 milljarð uppsafnað. Meginþunginn af þeirri lækkun er hjá þeim sem hafa hvað minnst milli handanna.

Við erum að tala um 31 milljarð á kjörtímabilinu. Auðvitað vildi ég ganga lengra en ég hef ekki bolmagn í meira. Það er hins vegar rétt hjá hv. þingmanni að Ísland er háskattaland, þar erum við algjörlega samstiga. Við eigum ekki að blekkja okkur með því að láta annað í veðri vaka. Við erum háskattaland og það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir samkeppnishæfni þjóðarinnar, ekki bara fyrirtækjanna heldur líka þegar kemur að launafólki. (Forseti hringir.) Þar er ég, og þar erum við samstiga.