150. löggjafarþing — 38. fundur,  2. des. 2019.

fundur utanríkisráðherra Íslands og Rússlands.

[15:07]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Ég skil nákvæmlega hvað hann á við, hann er að tala um það að við séum þjóð meðal þjóða og kærum okkur ekki um að verið sé að ráðast inn í annað ríki, annað land, og taka það landnámi eins og var gert þarna. En staðreyndin er jú að það virkaði eins og hálfgerður tvískinnungur hjá mörgum vestrænum ríkjum sem voru að setja þetta viðskiptabann á Rússa þegar þau voru um leið að nýta sér þjónustu þeirra alveg á fullu, það sem skiptir Rússana mestu máli, að kaupa gas og ég veit ekki hvað og hvað. Manni fannst vera svolítið skotið yfir markið ef það hefði átt að vera eitthvað að marka þær aðgerðir sem beitt var. En það var í raun ekki spurningin heldur frekar þessi, og kannski hefur það komið fram hjá ráðherra, hvort við getum séð fram á að það fari eitthvað aðeins að liðka til og birta til í samskiptum okkar við Rússa hvað varðar viðskipti og hagsmuni okkar þar.