Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 38. fundur,  2. des. 2019.

umsóknir um starf útvarpsstjóra.

[15:15]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegur forseti. Eins og kom fram í svari mínu er formlegur vettvangur málsins hjá stjórn RÚV. Ég tel hins vegar afskaplega mikilvægt að stjórn RÚV geri grein fyrir máli sínu, hvers vegna þau telji að best sé að gera hlutina svona. Ég spyr líka: Er mögulega uppi einhver lagaleg óvissa um málið? Í lögum um RÚV gilda upplýsingalög og mér finnst bara mjög brýnt, og ég er sammála hv. þingmanni, að þessi mál séu á hreinu, sér í lagi varðandi umsækjendur, að fullt gagnsæi ríki um þá. Ég geri ráð fyrir því að stjórn RÚV og stjórnendur RÚV skýri þetta mál núna á allra næstu klukkutímum og ég legg mikla áherslu á það.