150. löggjafarþing — 38. fundur,  2. des. 2019.

úrskurður forseta um óundirbúna fyrirspurn þingmanns.

[15:45]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég ætlaði mér einmitt að benda hæstv. forseta á umrætt ákvæði í þingskapalögum sem hv. þm. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir vísaði til, en geri ráð fyrir að hæstv. forseti þekki þingskapalög og þeir sem hjá honum sitja. Ég vil því, bara upp á framhaldið, spyrja hæstv. forseta hvort það verði þá líka þannig að hafi ráðherra svarað spurningu sem annar þingmaður hefur borið upp og sá sem á eftir kemur ætlaði að bera upp, verður þá sá þingmaður sem síðar kemur að bera upp nákvæmlega sömu spurningu vegna þess að ekki má breyta síðar? Það væri gott að fá svör við þessu, hvort forseti ætlar sér að vera það stífur í forminu að það megi ekki hreyfa neitt við þeim spurningum sem áður höfðu kviknað í kolli þingmanna.