150. löggjafarþing — 38. fundur,  2. des. 2019.

úrskurður forseta um óundirbúna fyrirspurn þingmanns.

[15:46]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Ég óska eftir því að forseti endurskoði þennan úrskurð sinn. Ég hef verið um allnokkra hríð á Alþingi og ég man bara ekki eftir að slík ósk hafi komið upp, a.m.k. ekki að hún hafi orðið til vandræða fyrr. Auk þess er þetta óundirbúinn fyrirspurnatími og það er ekki ástæða til að mínu áliti að hæstv. forseti sé að verja hæstv. ráðherra fyrir óundirbúnum fyrirspurnum frá hv. þingmönnum. Ég óska eftir því að hæstv. forseti endurskoði þennan úrskurð sinn vegna þess að mér finnst hann óþarfur og grafa svolítið undan þessum fyrirspurnatíma sem við höfum, sem er ekki margar mínútur í hverri viku, til þess að inna hæstv. ráðherra eftir svörum.