150. löggjafarþing — 38. fundur,  2. des. 2019.

skráning einstaklinga.

101. mál
[16:17]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Í ljósi þess að 6. gr. inniheldur enn heimild til að safna saman skráningu í trú- og lífsskoðunarfélög, sem á mannamáli þýðir væntanlega skráningu á trúarsannfæringu fólks í næstum því öllum tilfellum, sitjum við Píratar hjá við 6. gr. Hún er orðin skárri en það sem fyrir var en skráningin er engu að síður ómálefnaleg að okkar mati. Ástæðan fyrir því að hún er til staðar er einfaldlega ekki nógu góð til að heimila söfnun á svona viðkvæmum persónuupplýsingum.

Einnig rak ég augun í það við enn eina yfirferðina í dag að reglugerðarheimildin í 2. mgr. er hugsanlega aðeins of víðtæk. Ég held það ekki en er ekki alveg viss og það eykur þá sannfæringu mína að best sé að sitja hjá við þessa grein.

Að þessu sögðu styðjum við restina af frumvarpinu.