150. löggjafarþing — 38. fundur,  2. des. 2019.

heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017.

183. mál
[16:28]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég styð málið og skrifaði undir nefndarálitið. Ég gerði það þó með fyrirvara ásamt fleiri þingmönnum sem ég vil ítreka og tel rétt að komi fram. Það er skrifað undir með fyrirvara um að málsmeðferð stjórnvalda í sáttaferlinu, sérstaklega framlagning greinargerðar setts ríkislögmanns í umboði ríkisstjórnarinnar sem vörn í bótamáli gegn ríkinu, hafi ekki verið til þess fallin að greiða fyrir farsælli lausn og sáttum.