150. löggjafarþing — 38. fundur,  2. des. 2019.

heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017.

183. mál
[16:33]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég verð aðeins á tæknilegum nótum. Ég skil málið ekki alveg. Þetta er ekki fjárlagafrumvarp, ekki fjárheimildarmál en það er samt upphæð í málinu og ýmislegt sem ég átta mig ekki alveg á við undirbúning og framlagningu málsins, rökin sem því fylgja o.s.frv. Ég skil þó viðkvæmni málsins mjög vel og því styð ég það.

Við þurfum samt að gera þetta betur og á einhverjum tímapunkti sleppi ég tökunum hvað það varðar vegna þess hversu viðkvæmt málið er. Það þarf að fara gríðarlega varlega í næstu skref í þessu máli, allir hljóta að skilja það. Ég segi því bara: Takk fyrir þetta mál þó að það sé eins og það er. Gerum samt betur.