150. löggjafarþing — 38. fundur,  2. des. 2019.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2020.

2. mál
[16:39]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við í Viðreisn teljum ekkert náttúrulögmál að krónutölugjöld hins opinbera þurfi að hækka í takt við verðlag. Okkur þykir fátt til um þau orð stjórnarmeirihlutans að verið sé að rýra þessi krónugjöld að raungildi þar sem þau séu aðeins hækkuð um 2,5% þegar verðbólga er 2,7%. Við leggjumst gegn þeim hækkunum en styðjum aftur á móti þær breytingar sem verið er að gera á umhverfisgjöldum í þessu frumvarpi.