150. löggjafarþing — 38. fundur,  2. des. 2019.

tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda.

3. mál
[16:53]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við í Samfylkingunni fögnum því að verkalýðshreyfingin skuli hafa náð fram breytingum á tekjuskattskerfinu í réttlætisátt og þess vegna styðjum við þær greinar sem snúa að þeim breytingum. Við getum hins vegar ekki stutt hversu seint þær taka að fullu gildi og við getum heldur ekki stutt stefnu ríkisstjórnarinnar um stuðning við barnafjölskyldur sem notar barnabótakerfið sem eins konar fátækrastyrk.