150. löggjafarþing — 38. fundur,  2. des. 2019.

tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda.

3. mál
[17:00]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég fagna að sjálfsögðu þeim breytingum sem þetta frumvarp gengur út á. Hér er verið að hrinda í framkvæmd áformum sem boðuð voru í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að lækka tekjuskatta einstaklinga, einkum þannig að það nýttist best þeim sem lægstar hefðu tekjurnar. Þessi breyting er vissulega sett fram með nokkuð flóknari hætti en ég hefði kosið, eins og hv. þm. Óli Björn Kárason vék að hér áðan, en markmiðið er hins vegar er skýrt og það skilar sér og sú breyting sem hér er boðuð skilar sér í betri lífskjörum fyrir alla. Þess vegna styð ég þetta mál og tel að við eigum að fagna því.