150. löggjafarþing — 38. fundur,  2. des. 2019.

tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda.

3. mál
[17:07]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ríkisstjórnin á skilið hrós fyrir að hafa landað lífskjarasamningunum í vor. Þegar verið var að tala um þessa útfærslu á tekjuskattslækkun sem þurfti að koma til, til að skapa það svigrúm sem þurfti til að landa lífskjarasamningunum, gagnrýndum við strax þetta aukaþrep, og ég í þessum ræðustól. Sá sem er með yfir 350.000 kr. fullnýtir þetta skattþrep, fær fulla nýtingu á því og allan þann skattafslátt sem þessir 20 milljarðar kosta fyrir alla landsmenn. Öryrki sem er bara með 250.000 fær ekki hlutfallslega jafn mikið og aðrir. Það er staðreynd. Þetta skilar sér því ekki hlutfallslega best til þeirra sem minnst hafa. Það er rangt. Höfum það á hreinu.