150. löggjafarþing — 38. fundur,  2. des. 2019.

tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda.

3. mál
[17:08]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Einn þáttur þessa máls sem mér finnst full ástæða til að halda sérstaklega til haga snýr að breytingum á persónuafslætti. Það er að verða mjög mikil breyting með því nýja viðmiði sem persónuafslátturinn mun fylgja til framtíðar og kallast á við þá hugmyndafræði sem er í lífskjarasamningunum um að laun fylgi breytingum á landsframleiðslu á mann. Ég fagna þessu alveg sérstaklega vegna þess að breytingar á persónuafslætti og viðmiðunarmörkum þrepa hafa verið umdeildar í gegnum tíðina.

Varðandi nefndarálitin sakna ég þeirra ekkert sérstaklega þó að það veki athygli að þau liggi ekki frammi. Nefndarálit er hægt að gefa út þó að menn ætli að styðja mál og eins líka þó að menn ætli ekki að gera neinar breytingartillögur. Menn verða bara að eiga það við sig að koma ekki orðum á blað um þetta stóra mál sem (Forseti hringir.) gagnast þeim sérstaklega sem helst þurfa á að halda.