150. löggjafarþing — 38. fundur,  2. des. 2019.

tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda.

3. mál
[17:10]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Eins og ég nefndi áðan inniheldur þetta mál í senn jákvæðar og neikvæðar breytingar. Allra neikvæðast er að menn skuli hverfa aftur til fyrri tíðar með því að flækja skattkerfið sem á sínum tíma var talið svo mikilvægt að einfalda og ágætisárangur náðist í hjá núverandi hæstv. fjármálaráðherra sem var fjármálaráðherra á þeim tíma líka. En það er líka verið að hækka skattþrep, það er verið að hækka milliþrepið. Vonandi verður þó heildarniðurstaðan af þessu nýja og flóknara kerfi tiltölulega jákvæð. Ég velti samt upp einni spurningu til hæstvirtra ráðherra Sjálfstæðisflokksins: Hvers vegna styður Samfylkingin málið ef þetta er svona gríðarlega mikil og góð skattalækkun?