150. löggjafarþing — 39. fundur,  3. des. 2019.

heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017.

183. mál
[16:16]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Við hv. þingmaður eigum það þá sameiginlegt að reyna að vera eins leiðinlegir og við getum.

Stjórnarskrárumræða er flóknara mál en við getum farið í hér. Ég er bara að segja að það er ákveðin hugsun í kringum þetta. Þegar ráðherra er stefnt í bótamálum nánast vikulega eða mánaðarlega er stundum samið um bætur, samið um niðurstöðu máls, þótt sýknu sé krafist. Ráðherrar taka ekki einhverjar geðþóttaákvarðanir um það. Það er allt gert eftir ráðleggingum ríkislögmanns eða þeirra sérfræðinga sem fengnir eru til þess. Við eigum ekki að taka neinar geðþóttaákvarðanir um það hvað okkur finnst sanngjarnt eða rétt. Þá held ég að við séum farin að fara illa með vald okkar. (Forseti hringir.) Við verðum að hafa einhvern traustan grunn ef við ætlum að samþykkja eitthvað slíkt.