Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 39. fundur,  3. des. 2019.

heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017.

183. mál
[16:23]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég skil alveg fólk, þetta hefur legið eins og mara á mörgum áratugum saman og menn vilja fá einhverja lausn og klára málið. Ég skil það og að málið hafi farið í þennan farveg. Það er komin krafa um sýknu sem verður sjálfkrafa orðið við og þar erum við bara. Við þurfum að klára málið, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Ég get alveg sagt að mér finnst mjög eðlilegt að það sé klárað og samið við þetta fólk en það verður að vera á grundvelli einhverrar lögfræðilegar greiningar og niðurstöðu ríkislögmanns eða þess sem er falið að fara með málið, ekki eftir geðþóttaákvörðun okkar, stjórnmálamanna. Ég bið ekki um annað héðan í frá en að við gerum þetta af skynsemi og ljúkum þessu máli. Við verðum að ljúka því. Best væri að semja en ef menn eru ekki tilbúnir að semja á þeim grunni sem menn telja vil ég gera ýtrustu kröfur, takk fyrir.