150. löggjafarþing — 39. fundur,  3. des. 2019.

framlagning stjórnarmála.

[16:36]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Mig langaði bara til þess að minna á að við höfum verið að afgreiða í fjárlögum og fjáraukalögum stórar upphæðir vegna dómsmála sem urðu til vegna þess að mál voru afgreidd í flýti. Það er einfaldlega þannig. Við erum tala um marga milljarða kostnað af því að þingið fékk ekki að klára málin vel og rækilega vegna flýtimeðferðar. Þess vegna er það alvarlegt ef það á að fara í einhverja flýtimeðferð. Við berum kostnað af því. Við höfum dæmin um lög sem hefur þurft að leiðrétta seinna, sem kostaði þá ekkert, en þó ekki nema þau mál sem kosta okkur milljarða ættu að segja okkur á hverjum degi: Gerum betur.