150. löggjafarþing — 39. fundur,  3. des. 2019.

breyting á ýmsum lögum um skatta.

432. mál
[17:19]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get ekki neitað því að þetta er ekki mjög vísindaleg nálgun á þessa tölu, 15.000. Við höfum verið að þreifa okkur áfram með fjöldann. Hins vegar hefur sýnt sig að þær ívilnanir sem við höfum verið með í lögum hafa leitt til þess að við Íslendingar höfum verið einna duglegasta þjóðin við að taka inn í bílaflota okkar vistvænar bifreiðar. Varðandi það hvort endurskoða beri fjöldann eða lengja tímabilið o.s.frv. held ég að við munum á endanum þurfa að horfa á þörfina fyrir þessa hvata. Svo verð ég að minnast á að við erum að taka heildargjaldakerfi ökutækja og eldsneytis til endurskoðunar þannig að ég vonast auðvitað til þess að sá dagur renni upp sem allra fyrst að framleiðslukostnaðurinn á umhverfisvænum bifreiðum verði sambærilegur (Forseti hringir.) eða lægri en á hinum bifreiðunum og þar með hverfur þörfin fyrir alla þessa hvata.