150. löggjafarþing — 39. fundur,  3. des. 2019.

breyting á ýmsum lögum um skatta.

432. mál
[17:22]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við erum með yfirmarkmið um það hversu hratt við viljum draga úr heildarlosuninni og svo brjótum við það yfirmarkmið niður í einstaka geira. Fyrir samgöngur í landinu erum við með markmið sem eru m.a. studd af þessu máli og þeim sem við höfum áður sett í lög. Eins og ég hef aðeins komið inn á í andsvörum er það áskorun fyrir stjórnvöld að gera þessa stóru kerfisbreytingu, skapa hvatana en viðhalda tekjueiginleikum kerfisins þannig að við göngum ekki of langt á tekjustofnana sem við notum m.a. til að standa undir samgöngubótum í landinu. Þetta er dálítið vandratað einstigi og nefndin sem ég minntist á áðan hefur fengið í fangið risavaxið verkefni við að (Forseti hringir.) leiða okkur áfram eftir þessari braut.