150. löggjafarþing — 39. fundur,  3. des. 2019.

búvörulög.

433. mál
[19:00]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla ekki að lengja þessa umræðu mikið. Það kom bara spurning upp í hugann þegar hv. þm. Haraldur Benediktsson flutti sína ræðu. Hún var mjög góð og hann er hokinn af reynslu. Hann er eins og sagnfræðingur í pontu um þessi mál. En þar sem þetta frumvarp er byggt á undirritun þessa samnings þann 25. október 2019 er bara einföld spurning: Hvað hefði tekið við ef þessi samningur hefði ekki náðst? Hvernig hefði þá landslagið verið í þessari grein landbúnaðar?