150. löggjafarþing — 39. fundur,  3. des. 2019.

hollustuhættir og mengunarvarnir.

436. mál
[19:33]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta er dæmi um frumvarp þar sem eru þannig breytingar að í stað einnar tilvísunar kemur önnur og í stað þessa orðs kemur annað orð. Maður nær alls engu samhengi við lögin sjálf, hvernig þau líta út eftir breytingarnar, og verður að treysta algjörlega á greinargerðina sem er samt ekki alltaf hárnákvæm þegar allt kemur til alls.

Mig langaði til að spyrja um eitt sem ég er búinn að leita að: Er í þessu frumvarpi verið að færa starfsemi nefndanna til Umhverfisstofnunar þar sem voru þó gerðar athugasemdir um tilfærslu á ábyrgð og eftirliti? Eða er það í öðru? Ég næ því ekki alveg. Það er skipting á milli heilbrigðisnefnda og Umhverfisstofnunar en ég sé ekki tilfærsluna sem var í samráðsgáttinni. Var það í þessu frumvarpi eða öðru?