150. löggjafarþing — 40. fundur,  4. des. 2019.

málefni BUGL.

[15:16]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið en verð að spyrja aftur: Er það rétt að það sé 45% starfsmannavelta á ári á BUGL og þar sé fólk að flýja vegna mikils álags og lélegra launa? Eftir því sem mér skilst eru þar allt að 25% eða 30% lægri laun og fólk er að fara út af þessari stofnun. Hvaða áhrif hefur þetta á stofnunina? Það þarf að þjálfa nýtt fólk. Mun þetta hafa þau áhrif að biðlistar stóraukist? Nógu langir eru þeir fyrir, 100 börn. Meðan 100 börn eru á biðlista er það 100 börnum of mikið þannig að það þarf eitthvað að gera. Ef þjálfað og reynt starfsfólk er að fara styttast ekki biðlistarnir. Hvað er verið að gera?