150. löggjafarþing — 40. fundur,  4. des. 2019.

heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017.

183. mál
[15:46]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Í ljósi þess að þetta mál hefur varað í áratugi og komið illa við þá sem hafa lent í að vera dómkvaddir og setið inni og við fjölskyldur þeirra, þá vona ég heitt og innilega að með því að samþykkja þetta flýtum við fyrir afgreiðslu þessa leiðindamáls svo að því ljúki sem fyrst. Þess vegna mun ég styðja þetta mál í einskærri von um að við sjáum loksins til þess að það klárist.