150. löggjafarþing — 40. fundur,  4. des. 2019.

heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017.

183. mál
[15:47]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég vil byrja á því að þakka allsherjar- og menntamálanefnd fyrir afgreiðslu á þessu máli sem hefur verið því fólki sem hér um ræðir afar þungbært. Það kom fram í umfjöllun hjá nefndinni að af öllum sem komu fyrir nefndina, þ.e. er varðar þessa tilteknu aðila, vorum við hvött til þess að samþykkja þetta mál, flýta fyrir því að afgreiða það, vegna þess að ágreiningur væri um það hvort það væri vafi gagnvart eftirlifendum, mökum og börnum þeirra sem látnir eru, til þess að sækja sér bætur. Hér er um að ræða sanngirnisbætur sem hafa á engan hátt áhrif á það hvort aðilar máls fari svo áfram í dómskerfinu og sæki miskabætur.