150. löggjafarþing — 40. fundur,  4. des. 2019.

heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017.

183. mál
[15:48]
Horfa

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég er enn þeirrar skoðunar að ríkisstjórnin hefði getað klárað þetta mál með meiri brag á sínu borði frekar en að færa það hingað inn í þingið. Ég er enn þeirrar skoðunar. Ég er að ákveðnu leyti smeyk við afleiðingar þess að við förum að draga inn þetta mál með þeim hætti sem gert hefur verið. Engu að síður vonast ég til þess að með afgreiðslu þessa máls getum við sýnt að við erum að klára með reisn og með sóma og af virðingu við hlutaðeigandi allt þetta erfiða mál sem hefur legið á sál þjóðarinnar eins og mara á umliðnum árum og áratugum. Ég vona að það verði. Ég mun greiða atkvæði með þessu máli en hefði að sjálfsögðu kosið að ríkisstjórnin hefði klárað heimavinnu sína í þessu erfiða máli.