150. löggjafarþing — 40. fundur,  4. des. 2019.

heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017.

183. mál
[15:49]
Horfa

Sigríður Á. Andersen (S):

Virðulegur forseti. Í þriðja sinn ratar Guðmundar- og Geirfinnsmálið í þingsal. Ég greiði atkvæði með frumvarpinu vegna þess að ég tel nauðsynlegt að þessu máli ljúki með einhverjum hætti formlega í ljósi sýknudóms Hæstaréttar á dögunum. Ég tel hins vegar málið meingallað, bæði efnislega og formlega, og allt of snemma fram komið á þinginu í ljósi þess farvegs sem málið er nú komið í. Efnislega tel ég það líka ekki þannig úr garði gert að það gagnist hæstv. forsætisráðherra til að leysa málið og ummæli í greinargerð með málinu ekki til þess fallin að ljúka þessu máli í samræmi við meðalhóf og fordæmi og jafnræði og þróun í réttarkerfinu hingað til.