150. löggjafarþing — 40. fundur,  4. des. 2019.

heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017.

183. mál
[15:51]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Herra forseti. Þetta mál er dapurlegt og hefur lengi búið með þjóðinni. Það er engu að síður skoðun þess sem hér stendur að afgreiðsla þessa máls frá Alþingi í dag ljúki ekki málinu. Alþingi setur að auki alvarlegt fordæmi með því að ganga inn í hlutverk dómstóla. Við alþingismenn eigum ekki að ganga inn í hlutverk dómstóla. Við eigum ekki að setja það fordæmi. Við eigum ekki að eiga á hættu að í framtíðinni komi fleiri mál til kasta þingsins sem eiga heima hjá dómstólum. Við erum með þrískiptingu og við eigum bara að standa við hana. Við eigum að heiðra hana. Það hefur ekkert með tilfinningar okkar að gera í garð þeirra sem eiga um sárt að binda út af þessu máli, ekki neitt. Af þessum ástæðum sem ég hef nú rakið segi ég: Nei.