150. löggjafarþing — 40. fundur,  4. des. 2019.

tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda.

3. mál
[15:54]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við Píratar styðjum í meginatriðum þær breytingar á kerfinu sem hafa komið fram hér og eru í samræmi við lífskjarasamninginn svokallaða. Við hefðum hins vegar viljað sjá heldur aðra nálgun, bæði á þessum tilteknu breytingum en einnig nálgun að skattkerfinu öllu eins og ég rakti nýlega í ræðu; m.a. hefði verið ágætt að skoða að greiða út ónýttan persónuafslátt og fleira í þeim dúr. Það hefur margt verið nefnt. Við munum sitja hjá við þessa afgreiðslu, að hluta til líka í mótmælaskyni við breytingar á dagsetningum, hvenær þetta tekur gildi. Auðvitað væri æskilegt að þessar breytingar myndu taka gildi sem allra fyrst. En þrátt fyrir þetta eru þarna nokkur ágætlega jákvæð skref.