150. löggjafarþing — 40. fundur,  4. des. 2019.

tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda.

3. mál
[16:00]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér er stigið afar mikilvægt skref í breytingu á íslenska skattkerfinu til meira réttlætis. Það er verið að taka upp þriggja þrepa skattkerfi sem kemur þeim sem eru með lægstu tekjurnar best og það er afar mikilvægt. Við höldum áfram að stíga skref í þá átt að lagfæra barnabótakerfið og ég treysti því að við munum halda áfram á þeirri braut.