150. löggjafarþing — 40. fundur,  4. des. 2019.

tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda.

3. mál
[16:00]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Árið 1988 borguðu lífeyrisþegar hjá Tryggingastofnun ekki skatta og lægstu laun voru svo til skattlaus. Það er búið að stórhækka skatta á þessu tímabili en nú er verið að reyna að lækka þá. Ég botna hvorki upp né niður í þessu. Það er verið að lækka skattprósentuna í staðinn fyrir að setja þetta bara inn í persónuafsláttinn. Það sem stendur mér næst er að ég veit að þarna úti er fólk sem þarf á þessu að halda. Þó að þeir sem mest þurfa á því að halda fái minnst og að þeir sem minnst þurfa á því að halda fái mest skiptir öllu máli að þeir sem þurfa virkilega á því að halda fái þessar fáeinu krónur og þess vegna mun ég styðja málið. Þó hefði verið miklu betra að setja þetta allt til þeirra sem þurfa virkilega á því að halda.