150. löggjafarþing — 40. fundur,  4. des. 2019.

sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki.

4. mál
[16:09]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Með þessu frumvarpi er verið að gera áætlanir um að lækka skatta á banka og fjármálafyrirtæki til að gera þau söluvænni í takt við Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið hér á landi. Við í Samfylkingunni leggjumst gegn þessu frumvarpi vegna þess að við viljum horfa til framtíðar, ákveða hvernig við viljum hafa bankakerfið til framtíðar, lágmarka áhættu almennings af því kerfi og taka síðan ákvörðun um hvernig við viljum skattleggja fyrirtækin.

Þetta er algjörlega ótímabært og það er líka ótímabært að selja bankana í þeirri mynd sem þeir eru í í dag.