150. löggjafarþing — 40. fundur,  4. des. 2019.

sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki.

4. mál
[16:15]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í atkvæðaskýringum við fyrra málið áðan þar sem við greiddum atkvæði um að lækka tekjuskatt, staðgreiðslu, sérstaklega hjá þeim sem hafa minni tekjur í anda stjórnarsáttmálans, sem forsendu fyrir lífskjarasamningnum, sá fólk því flest til foráttu og gat ekki stutt þá tillögu. Svo koma sumir upp aftur núna og segjast núna vera á móti því þegar við erum að taka af skatt sem var mjög nauðsynlegar á sínum tíma en er í dag valdur að því að samkeppnishæfni bankanna, fjármálakerfisins, er með þeim hætti að venjulegt fólk og litlu fyrirtækin greiða hærri gjöld í bankanum. Þeir eru á móti því og segja að þeir sem minna mega sín í samfélaginu og þurfa á þessum bönkum að halda eigi bara að greiða hér hærri gjöld.

Ég er alveg hættur að skilja samhengið í málflutningi einstakra flokka á þinginu. Við Framsóknarmenn styðjum bæði þessi mál.