150. löggjafarþing — 40. fundur,  4. des. 2019.

samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034.

435. mál
[21:15]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þessi svör og tek þau góð og gild. Mig langar að spyrja ráðherrann í seinna andsvari um skosku leiðina títtnefndu. Hann nefndi að hún kæmi inn á næsta ári. Nú hafa flugrekstraraðilar talað um það í fjölmiðlum að þeir hafi áhyggjur af því að þó að þetta sé skref í rétta átt gagnist það meira farþegum en félögunum sem reka fyrirtækin, að þeir hafi áhyggjur af því að þetta hjálpi þeim ekki til að halda sjó í sínum rekstri.

Ég ætlaði líka að spyrja ráðherrann út í, af því að ég talaði um þá í minni ræðu, þungaflutninga upp á land. Hefur verið skoðað að koma strandsiglingum aftur á koppinn?