150. löggjafarþing — 41. fundur,  9. des. 2019.

skipun í stjórn Ríkisútvarpsins.

[15:28]
Horfa

Þorgrímur Sigmundsson (M):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. menntamálaráðherra fyrir svarið. Ég var reyndar ekkert að fiska eftir því hvernig það væri annars staðar á Norðurlöndunum en skil svarið engu að síður. Það komu einnig fram í þessari skýrslu rekstrarlegar áhyggjur og áhyggjur af því í hvaða stöðu stjórnin sé gagnvart rekstrinum. Honum hefur ítrekað verið bjargað með svokölluðum einskiptisaðgerðum, með tilheyrandi eignarýrnun. Það er auðvitað þannig þegar verið er að losa eignir til að sækja fé að maður gerir það ekki aftur og aftur með sömu eignirnar. Þess vegna spyr ég bara: Telur ráðherra í ljósi þeirrar stöðu og í ljósi þessarar þróunar og þess sem komið hefur fram að RÚV sé hreinlega rekstrarhæft í núverandi mynd?