150. löggjafarþing — 42. fundur,  10. des. 2019.

viðvera þingmanna við atkvæðagreiðslu.

[13:51]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Við erum í þeirri stöðu að ákveðnir flokkar á þinginu taka sér einfaldlega meirihlutavald. Þeir mynda stjórn og ákveða að ráða í einu og öllu í gegnum sinn meiri hluta. Þegar þeir geta ekki mannað þann meiri hluta er það bara þeirra vandamál þegar allt kemur til alls. Virðulegur forseti hefði kannski getað séð það fyrir og spurst fyrir um hvað væri í gangi eftir fund með þingflokksformönnum á mánudag, hvernig það fór. (Gripið fram í.)

Ég tek hins vegar undir orð hv. þm. Halldóru Mogensen um dagskrá þingfunda. Að sjálfsögðu eigum við að geta komið upp undir liðnum um fundarstjórn forseta og kvartað undan því hvaða mál forseti setur á dagskrá þingfundar.