150. löggjafarþing — 42. fundur,  10. des. 2019.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

449. mál
[15:03]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta var lipurlega svarað af hæstv. ráðherra þó að spurningunum hafi að sjálfsögðu ekki verið svarað. Í því felst ákveðinn lipurleiki, að sjálfsögðu. Ég ætla að leyfa mér að ítreka spurningarnar. Ég get bara spurt biskup eða kirkjunnar þjóna sjálfa hvar þeim finnist að kirkjan eigi að staðsetja sig. En ég spyr ráðherra aftur: Stefnir ráðherra að fullum aðskilnaði ríkis og kirkju og þar með að því að 62. gr. stjórnarskrárinnar verði annaðhvort tekin út eða henni breytt? Um það er spurningin.