150. löggjafarþing — 42. fundur,  10. des. 2019.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

449. mál
[15:08]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það eru aukaskuldbindingar í þessu viðbótarsamkomulagi. Byrjum aðeins á því að þetta er í fyrsta sinn sem fjöldi nýskráninga af þeim sem gerast ríkisborgarar hérna er undir 50%. Akkúrat þá er ákveðið að fjarlægja úr viðbótarsamkomulaginu þá fjöldatakmörkun sem er í upprunalega kirkjujarðasamkomulaginu. Vegna þess hvernig fjöldi skráninga í þjóðkirkjuna hefur þróast á undanförnum árum hefur greiðslunum fækkað úr 138 niður í 136. Í framsöguræðunni var sagt að það væri verið að fara aftur upp í 138. Það er viðbótarskuldbinding miðað við þær aðstæður sem við erum í núna. Ég er að tala um viðbótarsamkomulagið og það er alltaf nauðsynlegt að tala þá um kirkjujarðasamkomulagið eins og það liggur fyrir núna því að við erum komin með ný lög um opinber fjármál sem setja hinu opinbera, ríkinu, skilyrði um hvernig eigi að gera svona samninga. Þau skilyrði eru einfaldlega ekki uppfyllt með þessu viðbótarsamkomulagi, bara langt því frá, (Forseti hringir.) og því verðum við að tala um það í heildina þó að við séum að tala um einstakar breytingar sem eru undir í þessum samningum.