150. löggjafarþing — 42. fundur,  10. des. 2019.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

449. mál
[15:09]
Horfa

dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er bara rangt hjá hv. þingmanni. Við ætlum ekki að hafa neina skoðun á fjölda presta, t.d. hjá þjóðkirkjunni. (Gripið fram í.) Ég sagði: Það er að fara úr samkomulaginu að það sé ákveðinn fjöldi einhvers staðar skrifaður niður af hálfu ríkisins. Núna er það bara verkefni þjóðkirkjunnar að ákveða hvað hún ætlar að hafa marga presta, hversu marga vígslubiskupa og hversu margir eiga að vinna á Biskupsstofu. Það á ekki að vera málefni ríkisins að ákvarða það með sérstakri tölu um eitt eða neitt. Við erum ekki að fækka eða fjölga aftur eins og hv. þingmaður heldur hér fram heldur erum við að sleppa því að hafa skoðun á því til að mynda hversu marga presta þjóðkirkjan hefur. Það verður sjálfstæð ákvörðun þjóðkirkjunnar hvernig hún hagar sínum málum, þessum sem öðrum.