150. löggjafarþing — 42. fundur,  10. des. 2019.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

449. mál
[16:25]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Það eru einhverjar viðræður í hliðarsal, heyri ég. Við höfum svo sem séð þetta gerast áður, að menn tali um að hætta á ákveðnum tímum en svo gengur það ekki. Þriðji orkupakkinn er ágætisdæmi. En ég er að velta fyrir mér hvort það sé einhver skýring —

(Forseti (WÞÞ): Forseti biður um ró í þingsalinn.)

Ég held áfram, virðulegur forseti. Það er þegar orðið þannig að a.m.k. einn af þingmönnum okkar mun ekki komast heim til sín þar sem búið er að loka Kjalarnesinu og opna þar fjöldahjálparstöð. Einnig skilst mér að það sé skollið á óveður á Reykjanesbraut og um hana átti einn okkar að fara til að komast til síns heima þannig að ég hvet forseta, ef rétt er að það séu áhöld um hvort halda eigi áfram eða ekki, að drífa sig í að slíta þessum fundi svo að þingmenn og starfsmenn komist til síns heima. Ég tala nú ekki um ef forsætisráðherra er búin að segja að við eigum að drífa okkur heim.

(Forseti (WÞÞ): Það er einmitt það sem forseti hyggst gera, slíta fundi.)