150. löggjafarþing — 43. fundur,  11. des. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 172/2019 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn.

429. mál
[15:46]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Í útfærslu sem liggur fyrir í frumvörpum í allsherjar- og menntamálanefnd eru atriði sem ég kalla stóra b-liðinn sem mér er mjög í nöp við og ég er á móti. Hann felur í sér lögbannsheimildir til að setja takmarkanir á milliliði á netinu, t.d. ekki hýsingaraðila sem hýsa vefsíður eða eitthvað því um líkt, ekki lénaskráningarfyrirtæki sem hýsa lén, heldur milliliði á borð við símafyrirtæki, netfyrirtæki og þess háttar fyrirtæki. Ég er á móti því og þess vegna er ég á móti því að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara af þessu máli.

Ég greiði því atkvæði gegn því.