breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2020.
Herra forseti. Ríkisstjórnin gengur nú sem fyrr fram fyrir skjöldu við að hækka álögur á almenning og þar með hækka vísitölu og verðbólgu eins og dæmin sanna í þessu frumvarpi. Skattbyrði á almenning á Íslandi er of mikil, hana ætti frekar að minnka markvisst. Miðflokkurinn mun beita sér fyrir því að lögð verði fram yfirlit og greinargerðir sem sýni að ekki er allt sem sýnist í skattalækkunum ríkisstjórnarinnar. Almenningur á rétt á að vita hver nettóskattalækkunin er þegar tekið er tillit til margvíslegra hækkana ríkisstjórnarinnar á ýmsum gjöldum.
Miðflokkurinn greiðir því ekki atkvæði en það skal þó áréttað að við styðjum desemberuppbót til öryrkja.