breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2020.
Virðulegur forseti. Mig langar að nefna nákvæmlega það mál sem hv. formaður fjárlaganefndar var að tala um. Við erum að talaði um breytingu á frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020. Þessi breytingartillaga er um árið 2019 vegna tilfærslu í fjáraukalögum 2019. Ég vil einfaldlega segja, óháð efni þeirrar breytingartillögu, að þetta finnst mér vera dæmi um vinnubrögð þessarar ríkisstjórnar. Þetta er skítamix og redding á einhverjum allt öðrum stað en hún á að vera.