150. löggjafarþing — 43. fundur,  11. des. 2019.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2020.

2. mál
[15:51]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég mun segja já við þessu, aðallega út af því að þarna eru undir 10.000 kr. skatta- og skerðingarlaust til þeirra sem mest þurfa á því að halda. Ég vona að þetta sé bara fyrsta skrefið í því að séð verði til þess að þeir sem eiga að fá orlofsuppbót og aðrar lágmarksgreiðslur fái þær skatta- og skerðingarlaust. Þetta eru lágar upphæðir en þeir þurfa á hverri einustu krónu að halda.

Þess vegna segi ég já við þessu.